Fram­dyr­um stræt­is­vagna á höfuðborg­ar­svæðinu verður lokað frá og með morgundeginum, 16. mars. Ráðstöf­un­in er gerð af Strætó vegna sam­komu­banns sem tek­ur gildi á miðnætti og til að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Upplýsingafullrúi Strætós segir að þar til nákvæmar leiðbeiningar komi frá yfirvöldum þá haldi fyrirtækið sig við sams konar ráðstafanir og hin Norðurlöndin.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingfulltrúi Strætós. Mynd í eigu hans.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingfulltrúi Strætós segir í samtali við Hafnfirðing að viðskipta­vinir á höfuðborg­ar­svæðinu séu vin­sam­leg­ast beðnir að ganga inn um mið- eða aft­ari dyr vagns­ins. „Við hvetjum einnig viðskiptavini okkar til að greiða far­gjöld með strætó­korti eða strætóappi og að halda korti eða síma á lofti í átt að vagn­stjóra í stað þess að ganga fram í vagn­inn til að staðfesta far­gjaldið. Þeir viðskipta­vin­ir sem greiða með pen­ing­um eða stræ­tómiðum ganga fram í vagn­inn til greiðslu far­gjalds.“

Ekki verður leyfilegt að ganga inn í vagninn þar sem vagnstjórinn er, skv. reglunum. Mynd/Strætó.

Sambærilega aðgerðir og á hinum Norðurlöndunum

Vegna samkomubannsins gerir Guðmundur ráð fyrir mun færri farþegum, þar sem skólahald skerðist og einnig starfsemi margra stórra vinnustaða. „Þess­ar aðgerðir eru sam­bæri­leg­ar viðbrögðum annarra al­menn­ings­sam­göngu­fyr­ir­tækja á Norður­lönd­um og verða í gildi sam­hliða sam­komu­banni. Við hvetjum að sjálfsögðu alla viðskipta­vini til þess að fylgja fyr­ir­mæl­um yf­ir­valda um sótt­varn­ir, vera meðvitaðir um smit­leiðir veirunn­ar og ferðast ekki með al­menn­ings­sam­göng­um ef grun­ur leik­ur á smiti,“ segir Guðmundur að endingu.