Önnur bein útsending Fjarðarpóstsins á árinu fór í loftið í hádeginu sl. fimmtudag, í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, Bæjarbíó og Skjáskot. 1000 manns horfðu á útsendinguna í beinni og það er met.  Eftir á áhorf bætast við smátt og smátt, enda er um að ræða verkefni sem við hjá Fjarðarpóstinum vitum að tekur tíma að síast inn í vitund Hafnfirðinga og annarra áhorfenda. 

Sem fyrr var þáttarstjórn í höndum Olgu Bjartar Þórðardóttur, útgefanda og ritstjóra Fjarðarpóstsins. Í fyrra viðtalinu spjallaði hún við John Friðrik Bond Grétarsson, verkefnastjóra hjá Ungmennahúsinu í Hafnarfirði og Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ, um málefni ungmenna í Hafnarfirði. Síðan komu til hennar Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og Erika Lind Ólafsdóttir, nemandi í 9. bekk í sama skóla, og ræddu áhrif og árangur af farsímabanni sem tók gildi í byrjum þessa árs. Tónlistaratriði þáttarins var ekki af verri endanum, en Leikfélag Flensborgar flutti tvö söngatriði úr söngleiknum Systra Akt.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast hvern þáttarlið fyrir sig eða þáttinn í heild sinni. Efnið mun svo að sjálfsögðu lifa áfram góðu lífi á Facebook og þannig skrásetjum við saman sögu Hafnarfjarðar.

John Grétarsson og Geir Bjarnason – Ungmennahúsið Hamarinn

John Bond Grétarsson, verkefnastjóri hjá Hamarinn Ungmennahús Hafnarfjarðar og Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbær ræða mál ungmenna í bænum. Skjáskot

Posted by Fjarðarpósturinn on Fimmtudagur, 21. mars 2019

Valdimar Víðisson og Erika Lind Ólafsdóttir – Farsímabann

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og Erika Lind Ólafsdóttir, nemandi í 9. bekk í sama skóla, ræða áhrif og árangur af farsímabanni sem tók gildi í skólanum í byrjun ársins. Hafnarfjarðarbær Öldutúnsskóli Skjáskot

Posted by Fjarðarpósturinn on Fimmtudagur, 21. mars 2019

Leikfélag Flensborgar tekur atriði úr Systra Akt

Glæsilegt lokaatriði beinnar útsendingar Fjarðarpóstsins frá því í dag, þar sem Leikfélag Flensborgar flytur tvö lög úr söngleiknum SYSTRA AKT – Sýningar! sem sýndur er á fjölum Bæjarbíós um þessar mundir. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að tryggja sér miða á þessa stórskemmtilegu sýningu. 🙂 Flensborgarskólinn Skjáskot Hafnarfjarðarbær

Posted by Fjarðarpósturinn on Fimmtudagur, 21. mars 2019

Fjarðarpósturinn í beinni – Annar þáttur

Bein útsending af öðrum þætti Fjarðarpóstsins í beinni.Fram koma- John Friðrik Bond Grétarsson – Geir Bjarnason – Valdimar Víðisson- Erika Lind Ólafsdóttir- Leikfélag Flensborgar

Posted by Fjarðarpósturinn on Fimmtudagur, 21. mars 2019