Fasteignasalan Ás við Fjarðargötu, í hjarta Hafnarfjarðar, hefur undanfarið ár haft í sölu 30 nýjar og glæsilegar íbúðir í Skyggnisholti í Vogum á Vatnsleysuströnd. 22 íbúðir hafa selst nánast jafn óðum eftir að hafa verið fullkláraðar, enda sér verktakinn Fjarðarmót um allar framkvæmdir af sinni einskæru fagmennsku og fékk fyrirtækið viðurkenningu sveitarfélagsins Voga fyrir fallegan frágang á lóðinni. Við ræddum við Aron Frey Eiríksson, annan eigenda Ás fasteignasölu.  

Glæsilegur frágangur með trjágróðri og öllu tilheyrandi

„Það eru aðeins 8 íbúðir óseldar af þessum 30 og nú er búið að afhenda flestar seldar íbúðir. Húsin eru alls fimm talsins með sex íbúðum hvert og hafa komið í sölu með nokkra mánaða millibili undanfarið ár. Nýjir eigendur fá íbúðirnar í hendurnar fullbúnar að innan sem utan, líka með gólfefnum. Í dag eru til sölu þrjár 2ja herbergja, ein 3ja herbergja og fjórar 4ra herbergja íbúðir og þær eru staðsettar á ýmsum stöðum í húsunum. Stærðir eru frá 64,4 upp í 99,9 fermetrar og verðin 29,9 til 39,9 milljónir.“ segir Aron og tekur sérstaklega fram að um sé að ræða frábært verð fyrir gæði íbúðanna. Því sé fólk að fá mikið fyrir peninginn. „Þessar íbúðir henta öllum aldurshópum, allar íbúðir með sérinngang og því er dýrahald einnig leyfilegt. Svo er sér verönd á neðri hæðum að auki.“


Baðherbergin eru öll með sturtu. Einnig er stæði fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu. 

Eldhúsinnréttingarnar eru frá Parka og koma virkilega vel út. Ofn í vinnuhæð. 

Gott skápapláss í hjónaherbergjum íbúðanna en skápar eru í öllum herbergjum. 

Stofurnar eru bjartar og útgengt þaðan ýmist á svalir eða sér verönd. 

Breitt aldursbil kaupenda

Spurður segir Aron að íbúar sem þegar hafa flutt inn og hann hefur rætt við eftir afhendingu séu ánægðir og hafi ekkert annað en gott um íbúðirnar og svæðið að segja. „Þetta hefur allt gengið að óskum, enda er samstarfið við Fjarðarmót verulega gott og frágangur þeirra til mikillar fyrirmyndar. Það er ekkert skrítið að þeir hafi fengið viðurkenningu frá sveitarfélaginu fyrir frágang á lóðinni. Þeir kunna þetta!“ Íbúarnir séu svo á ýmsum aldri og koma víða að, frá Suðurnesjum, Vogum og Höfuðborgarsvæðinu. „Kaupendur íbúðanna eru á öllum skalanum, ungt fólk að fjárfesta í sinni fyrstu eign og fólk á öllum aldri að stækka eða minnka við sig. Svalir og verandir snúa í SV og útsýnið svakalega fallegt í nálægð við náttúruna,“ segir Aron, sem hvetur alla áhugasama um að hafa samband.

Þessi umfjöllun er kynning.