Líkamsræktarstöðin GYM heilsa fagnar á þessu ári 20 ára starfsafmæli í Suðurbæjarlaug. Við kíktum í heimsókn, þar sem Kjartan Már Hallkelsson rekstrarstjóri leiddi okkur um stöðina, sem hefur safnað upp tryggum og góðum hópi viðskiptavina í gegnum árin. 

Það eru ekki allir sem vita að GYM heilsa er í um 300 fermetra rými á neðri hæð Suðurbæjarlaugar. Rýmið skiptist í nokkur minni rými sem hvert og eitt skipar sína sérstöðu með öllum þeim tækjum og tólum sem góð líkamsræktarstöð býður upp á. „Við byrjuðum í 80 fermetrum en erum búin að koma okkur fyrir á öllu þessu svæði í dag,“ segir Kjartan Már og er augljóslega stoltur af þróuninni á þessum tíma. „GYM heilsa erum á sex stöðum víða um landið en með sömu kennitölu frá uppafi, þótt nafnið hafi aðeins breyst í tengslum við eigendaskipti. Það voru Svíar sem stofnuðu fyrirtækið í Kópavogi 1997 og ég kom inn í þetta með þeim 1998. Árið 2012 var þetta á endanum breytt í það nafn sem það er í dag.“

Fólkið auðgar lífið

Spurður um hvað standi upp úr eftir þessi 20 ár í bransanum, segir Kjartan það vera viðskiptavinina. „Þeir gera þennan stað að því sem hann er. Allt það fólk, á öllum aldri, sem ég hef kynnst á þessum árum. Ég heilsa fólki um allan bæ sem ég hef kynnst hér. Það auðgar lífið. Þessi stöð er líka falin perla og aðstaðan er stærri og betri en fólk á oft von á. Við bjóðum líka upp á einstaklega gott verð sem hefur ekki hækkað í fjögur ár, árskort á 35.990 krónur. Við viljum nefnilega bjóða fólki upp á góða aðstöðu til líkamsræktar á góðu verði. Svo hefur fólkið að sjálfsögðu aðgang að lauginni líka.“

 

Bjarney Kristjánsdóttir býr við Norðurbakkann og kemur í GYM heilsu að lágmarki þrisvar í viku. „Ég er búin að uppgötva að það er miklu betra að koma en að koma ekki. Það kemur skrokknum á manni í gang fyrir daginn. Það er líka bara lífsspursmál að hugsa um heilsuna og þessi stöð er mjög fín. Rosalega góðar sturtur og allt sem ég þarf hér.“

Vinsælt er að horfa á skjána á meðan hitað er upp eða tekinn sprettur á brettum.

Lóð eru af öllum mögulegum stærðum, gerðum og litum.

Allt er til alls í GYM heilsu.

Myndir/OBÞ