Frumkvöðullinn AndreA Magnúsdóttir, sem rekur eigið hönnunarfyrirtæki og verslun undir nafni sínu við Norðurbakka, safnaði alls 6,8 milljónum króna með átakinu Konur Eru Konum Bestar, sem hún upphaflega hratt af stað árið 2017, ásamt þremur öðrum kraftmiklum hugsjónarkonum. Að þessu sinni styrkti hópurinn Bjarkarhlíð, sem er miðstöð þolenda ofbeldis.

Eins og fram kemur í tilkynningu á vefsíðu einnar kvennanna stendur verkefnið Konur Eru Konur Bestar fyrir samstöðu kvenna og árlega styrkir hópurinn málefni með ágóða af sölu góðgerðarbola, sem eru mismunandi á hverju ári. Starfsemi Bjarkarhlíðar, þar sem skjólstæðingar eru af öllum kynjum, hefur aldrei verið eins mikilvæg og í ár, vegna aukinnar tíðni heimilisofbeldis.

2017 – gáfu þær 1 milljón í Kvennaathvarfið.
2018 – gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar.
2019 – gáfu þær 3,7 milljónir til KRAFTS, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.

Forsíðumynd: frá vinstri: Aldís Pálsdóttir, AndreA Magnúsdóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir, Hrafnhildur Sigmarsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elíasbet Gunnarsdóttir.

Frá vinstri: Aldís Pálsdóttir, AndreA Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir í bolunum sem seldir voru (eins og heitar lummur) í ár. Mynd/Paldís
Sjálf AndreA Magnúsdóttir í einum bolanna, sinni eigin hönnun. Mynd/Paldís
Starfsemi Bjarkarhlíðar er afar mikilvæg. Mynd/Paldís