Minningarsjóður Ástríðar Ránar, Týri og Bimbó, veitti í desember Berginu Headspace 500.000 króna styrk. Einnig fékk átakið Á allra vörum í október 200.000 króna styrk fyrir Eitt líf.

Fjárins var aflað við með söfnun áheita í Reykjavíkurmaraþoninu, málverkauppboði og sölu bókarinnar Nú erum við í ljótum málum. Sögur af Týra og Bimbó. Bókin er áfram til sölu og er hún um tvo hunda sem lenda í ýmsum vandræðum og ævintýrum og kostar 3.000 krónur. Fer allur ágóði í minningasjóðinn. Hægt er að hafa samband í gegnum Facebook síðu minningarsjóðsins. 

Frá vinstri; Ástríður, stjórnarmaður í Týra og Bimbó, Sigurþóra Bergsdóttir, framvkæmdastjóri Bergsins Headspace og Helena Rós Sigmarsdóttir, í stjórn Týra og Bimbó. Mynd aðsend.