Endurvinnslan hf. opnaði nýja og glæsilega flöskumóttöku 9. maí að Skútahrauni 11 í Hafnarfirði á 30 ára afmæli fyrirtækisins. Stöðin er í sömu götu og slökkvistöðin. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir, mætti í opnunina.
Í stöðinni eru þrjár fullkomnar talningarvélar sem telja og flokka heilar umbúðir og geta afkastað um 20 milljónum eininga á ári. Einnig er hægt að koma með beyglaðar umbúðir ef þær eru flokkaðar og taldar. Allt efni er unnið á staðnum til að lágmarka flutninga.
Stöðin stórbætir þjónustu fyrir íbúa í Hafnarfirði og Garðabæ. Opnunartími er 10:00 – 18:00 virka daga og 12:00 – 16:30 á laugardögum. Um leið og Endurvinnslan hf. býður alla velkomna, vill hún árétta umhverfislegt mikilvægi þess að endurvinna drykkjarumbúðir.
Myndir aðsendar.