Fyrsta Íslandsmeistaramótið í axarkasti fór fram um miðjan september í húsnæði Berserkja axarkast við Hjallahraun. Keppendur voru 13, 10 strákar og 3 stelpur og helmingur þátttakenda að keppa í axarkasti í fyrsta sinn. 

Keppnisfyrirkomulagið var tvöföld útsláttarkeppni þar sem allir kepptu við a.m.k. við tvo. Sigurvegari var Elvar Ólafsson, í öðru sæti Unnar Karl Halldórsson og Magnús Addi Ólafsson í því þriðja. Berserkir hafa þegar haldið tvö mót á þessu ári og stefna á að halda a.m.k. eitt mót í viðbót. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum kl 19-21 að Hjallahrauni 9 og allir sem vilja æfa axarkast eru velkomnir.  

Myndir aðsendar