Í þriðja jóla-hlaðvarpsþætti Plássins segir rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir í einlægu viðtali frá því hvernig hún mildaðist sem strangur og óvæginn yfirmaður sjálfrar sín eftir að fara í ADHD greiningu. Hún elskar mistökin sín og kennir börnum að þau séu mikilvæg þrep til að ná árangri og sniðugt sé að eiga skissubók fyrir skyssurnar. Börn spyrja hana oftast hvaðan hugmyndirnar hennar komi og henni finnst stundum eins og skrifað sé í gegnum hana. Bergrún Íris lýsir sínum kjöraðstæðum fyrir skriftir og að hún hlustar alltaf á valda tónlist á meðan. Hún fékk mörg bókmenntaverðlaun á skömmum tíma og viðurkennir að það var erfitt í bland við þakklætið og á sama tíma var hún að skrifa um endalok Rögnvaldar í bókinni Langelstur að eilífu. Hann lifnar svo sannarlega við í Gaflaraleikhúsinu eftir áramót.
„Þú getur fæðst með alla lífsins hæfileika en ekki gert rassgat með þá eða það er ekki hægt að vinna með þér vegna þess að þig skortir það sem þarf til þess, s.s. vinnusiðferði, áreiðanleika og samskiptahæfni. Allt þetta er miklu mikilvægara en hæfileikar.“ Mynd í einkaeigu
Bergrún sá alltaf Sigurð Sigurjónsson fyrir sér í hlutverki Rögnvaldar, þótt hún væri ekki búin að líta svo langt að sagan yrði sett á fjalirnar. Hún hefur grátið á nokkrum æfingum í Gaflaraleikhúsinu. Þrír bæjarlistamenn Hafnarfjarðar koma að sýningunni; Bergrún, Björk og Sigurður. Mynd/Ólafur Már Svavarsson
Listakonan Guðborg í bókaklúbbi Félags eldri borgara í Hafnarfirði heklaði Rögnvald og Eyju og gaf Bergdísi fyrr í vetur. Mynd/BÍS
Bergrún á aðfangadagskvöld ásamt eiginmanni sínum, Andra Ómarssyni og sonunum Hrannari Þór og Darra Frey. Darri er einn besti gagnrýnandi skrifa mömmu sinnar og fyrsta bókin hennar, Vinur minn vindurinn, er skrifuð úr frá samtali þeirra mægðina.
Bergrún þegar hún tók á móti Íslensku bókmenntaverðlaununum á Bessastöðum. Þrátt fyrir öll verðlaun og viðurkenningar finnst henni mikilvægast í framtíðinni að henni hlotnist auðmýkt og vilji til að gera mistök áfram. Mynd/skjáskot af RÚV
Að undanförnu hefur Bergrún föndrað leikmuni fyrir sýninguna í Gaflaraleikhúsinu. Hún viðurkennir að hún væri til að vinna í leikmunadeild ef hún væri ekki rithöfundur. Mynd/BÍS
Það er líklega ekki auðvelt að föndra svið, sérstaklega ef kona er vegan. Mynd/BÍS
„Það hefur alltaf verið leiðarstef hjá mér að vanmeta aldrei börn. Þau ráða við flóknari texta, dýpri sögur og ótrúlegustu verkefni. Fullorðnir vita ekki alltaf hvað er börnum fyrir bestu. Lesandinn er aðalatriðið og ég skrifa á forsendum barna.“
Í byrjun viðtalsins óma fagrir jólatónar tríósins VON sem teknir voru upp eitt miðvikudagskvöldið á veitingastaðnum VON mathúsi.
VON-tríóið Ragnar Már Jónsson á saxófón, Þór Sverrisson á píanó og Arnar Jónsson á kontrabassa. Mynd/OBÞ