Heiða Dís Bjarnadóttir ljósmyndari áttaði sig á því í starfi sínu að hún hjálpar fólki að efla sjálfstraust þess og vellíðan og segir það gefi henni svo mikið. „Það sést svo vel á myndum þegar fólk glóir og því vil ég gera mitt besta til að láta því líða sem allra best hjá mér,“ segir hún m.a. í einlægu viðtali undir liðnum ForVitinn. Sjálf var Heiða mjög feimin en varð að yfirstíga það til að takast á við verkefni í vinnunni og hefur einnig unnið markvisst í sjálfri sér og náð þannig dýpri þekkingu sem hjálpar henni að lesa í fólk og aðstæður. Margir kannast við Heiðu í myndatökum m.a. fyrir árshátíð Hafnarfjarðarbæjar og einnig stúdentamyndir fyrir Flensborg, hún rekur Stúdíó Dís á 2. hæð í Firði.





















Forsíðumynd af Heiðu Dís/Olga Björt