Heiða Dís Bjarnadóttir ljósmyndari áttaði sig á því í starfi sínu að hún hjálpar fólki að efla sjálfstraust þess og vellíðan og segir það gefi henni svo mikið. „Það sést svo vel á myndum þegar fólk glóir og því vil ég gera mitt besta til að láta því líða sem allra best hjá mér,“ segir hún m.a. í einlægu viðtali undir liðnum ForVitinn. Sjálf var Heiða mjög feimin en varð að yfirstíga það til að takast á við verkefni í vinnunni og hefur einnig unnið markvisst í sjálfri sér og náð þannig dýpri þekkingu sem hjálpar henni að lesa í fólk og aðstæður. Margir kannast við Heiðu í myndatökum m.a. fyrir árshátíð Hafnarfjarðarbæjar og einnig stúdentamyndir fyrir Flensborg, hún rekur Stúdíó Dís á 2. hæð í Firði.

 

Heiða Dís tekur myndir af nemanda sínum, Sól. Mynd/OBÞ
Vegna covid19 var brugðið á það ráð í vor að setja saman mynd af nýstúdentum og starfsfólki í stað hópmyndar. Mynd/Heiða Dís
Heiða Dís í essinu sínu, enda nær hún mjög vel til barna. Mynd/aðsend.
Svona sjá viðfangsefnin Heiðu Dís í stuði. Mynd/aðsend.
Yngstu verkefnin eru ansi krúttleg.
Systkinamyndir eru sígildar og í miklu uppáhaldi hjá Heiðu Dís.
„Boudoir“-myndir eru sækja í sig veðrið, en í viðtalinu lýsir Heiða Dís hvernig slíkt fer fram til þess að draga fram þokka hverrar og einnar konu.
Heiða Dís er í samstarfi við Heiðdísi Einarsdóttur sem sér um hár og förðun. www.gydjur.is
Það þarf ekki alltaf að sjást í andlit.
Óléttumyndir þar sem leikið er með ljós og skugga eru svakalega fallegar.
Heiða Dís fer líka á viðburði. Hér er gleðigjafinn Friðrik Dór Jónsson.
Og annar aldeilis frægur Hafnfirðingur, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir.
Myndir úti í guðsgrænni náttúrunni í góðu veðri eru stundum meira viðeigandi en stúdíómyndir, til að ná augnablikum sem þessu.
Vinkvenna/samstarfskvennamyndir.
Hver vill ekki dressa sig upp og vera skvísa, bara fyrir sjálfa sig?
Blessuð börnin og einlægnin sem skín frá þeim.

Forsíðumynd af Heiðu Dís/Olga Björt