NFF, eða Nemendafélag Flensborgarskóla, bauð nemendum skólans upp á bílabíó á bílaplani skólans 19. nóvember til að lífga upp á félagslífið sem vegna Covid 19 faraldurs hefur verið mjög takmarkað. Að sögn Birkis Ólafssonar, fulltrúa nemendafélagsins, voru 60 – 70 bílar á bílastæðinu og flest allt nemendur skólans. Horft var á hina vinsælu jólamynd Home Alone 1 og myndaðist gríðarleg stemning. Ljósmyndari Hafnfirðings, Eva Ágústa Aradóttir, tók meðfygjandi myndir og heyrði í Birki.


