Hafnfirski og efnafræðingurinn Örn Almarsson vann hjá bandaríska lyfjafyrirtækinu Moderna að þróun COVID-19 bóluefnisins sem fyrirtækið kynnti í morgun. Hann segir í samtali við RÚV að tilkoma þessa bóluefnis muni hafa áhrif í framtíðinni á þróun bóluefna gegn öðrum smitsjúkdómum.

Bóluefni Moderna veitir vörn gegn kórónuveirunni í nærri 95 prósentum tilfella. Efnið er annað slíkra sem virðist gefa góða raun og geymist við hærri hita og í lengri tíma. Hitt er bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Gangi áætlanir eftir sé bóluefnisins að vænta fyrir almenning innan örfárra mánuða. Örn segir á RÚV að hann haldi að verið sé verið að tala um upp úr áramótum fram á vorið.

Hafnfirðingur sagði frá því í vor að hjá Moderna hefði verið unnið að þróun á bóluefnum í nokkur ár en banda­ríska heil­brigðis­stofn­un­in (NIH) hafi hvatt til þess að unnið yrði að bólu­efni gegn veirunni með hraði og Moderna hefði tekið það verk­efni að sér.

Sjá viðtalið við Örn hér.

Mynd aðsend.