Bjartir dagar fóru víða fram í Hafnafirði frá í liðinni viku og allt fram á sunnudagskvöld. Meðal þess sem boðið var upp á var tónlistardagskrá í félagsmiðstöð Félags eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Þar fluttu Stefán Helgi Stefánsson tenór og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran dagskrá um söngvarana Óðin Valdimarsson, Helenu Eyjólfsdóttur, Vilhjálm Vilhjálmsson og Ingibjörgu G. Guðmundsdóttur við undirleik Ólafs B. Ólafssonar. Dagskráin var einnig flutt á Sólvangi og Hrafnistu. 

Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Fjarðarpóstsins, tók meðfylgjandi myndir.