Jóhann David Barðason var búinn að starfa við bílaviðgerðir og á verkstæðum um langa hríð þegar hann opnaði eigin vinnuaðstöðu við Norðurhellu 8 árið 2017. Hann rak þjónustuna á eigin kennitölu þar til ári síðar, því nóg var að gera, og lýsandi nafnið Bifvélavirkinn var laust. Jóhann leggur mikla áherslu á snyrti- og fagmennsku og er einn fárra í bransanum sem hefur fjárfest í bilanagreiningartæki, sem hann segir oft spara viðskiptavinum stórar fjárhæðir.  

Berkstæðið við Norðurhellu 8, á milli þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækisins Mjöll Frigg.

Jóhann kláraði sveinspróf í bifvélavirkjun árið 2006 og fékk meistarabréfið frá HR árið 2013 þar sem hann nam einnig iðnfæði. Hann segir ástríðuna fyrir viðgerðum hafa byrjaði snemma. „Ég hef alltaf verið forvitinn um hvernig hlutir virka; rifið hluti í sundur og sett þá saman aftur. Það hefur í raun loðað við mig alla tíð að vera í tækjabrölti. Ég var snemma kominn á vélknúið ökutæki, hlaupahjól, svo skellinöðru, bíl og svo koll af kolli,“ segir hann og tekur fram að hann hafi reynt að starfa við annað en bílaviðgerðir en ætíð snúið aftur til baka.  

Lyfturnar sem þegar eru til staðar.
Með þessari græju mælir Jóhann loftræstingu í ökutækjum, sem oft vantar upp á að sé ekki í lagi.

Opnaði á milli og stækkaði rýmið

Á verkstæði Bifvélavirkjans fer ekki á milli mála að regla er á hlutunum og snyrtilegt. Jóhann segir það miklu máli skipta og hann notar t.a.m. hlífar umhverfis yfirbyggingu bifreiða í viðgerðum. „Það er bæði til að vernda mig og bílinn. Það er margt sem getur rispað lakkið og ég vil koma í veg fyrir það.“ Bifvélavirkinn var upphaflega í aðeins helmingi rýmisins sem hann er í nú en Jóhann segist hafa verið svo heppinn að plássið hinum megin við vegginn losnaði svo að hann gat opnað vegginn á milli og stækkað við sig. „Stefnan er að geta tekið inn fjóra bíla í einu. Ég verð með þrjár lyftur og eitt stæði.“

Hér er rýmið sem Jóhann fékk aðgang að í viðbót.
Jóhann við bilanagreiningartölvuna.

Bifvélavirkinn býður upp á alhliða þjónustu við bíla, s.s. viðgerðir, smurþjónustu og AC-áfyllingu. „Svo er ég mikið í bilanagreiningum. Mér finnst alltof mikið um það að skipt sé endalaust um varahluti í bílum þar til þeir fara í lag, í stað þess að greina bilunina rétt í upphafi. Ég hef fengið bíla til mín af öðrum verkstæðum í greiningu.“ Jóhann sérhæfir sig í bílum af tegundunum Volvo og Ford, þótt hann taki allar tegundir í viðgerð. „Það er mjög mikilvægt að rétt olía sé notuð á vél og drifbúnað og er flóran gríðarlega mikil. Ég er í góðu samstarfi við Stillingu og fæ nánast allar olíuvörur og varahluti frá þeim. Svo er ég líka góðum tækjum búinn, sem skilar sér í betri þjónustu.“ 

Jóhann notar hlífar umhverfis yfirbyggingu bifreiða í viðgerðum, bæði til að vernda lakkið á bílnum og sjálfan sig.

Vill hlúa að bílum fólks í samkomubanni

Jóhann starfar að staðaldri einn á verkstæðinu en langar að bæta við sig menntuðum fagmanni til þess að geta bætt þjónustuna enn frekar. „Núna er einmitt tilvalið, þegar allir eru heima, að skilja bílinn eftir hjá mér og koma honum í gott stand fyrir sumarið. Viðskiptavinir mínir koma víða að, alveg frá Húsafelli, Reykjanesi og Hveragerði en aðallega Höfuðborgarsvæðinu. Staðsetningin hér er mjög góð þá er aðkoman góð líka. Ég vil frekar hafa ánægða kúnna sem koma sjaldnar, en koma þá þegar þeir virkilega þurfa á að halda. Svo eru að sjálfsögðu allir velkomnir í kaffi,“ segir Jóhann að lokum. 

Myndir/OBÞ
Þessi umfjöllun er kynning.