Bílabíó var í boði Hafnarfjarðarbæjar 16. júní við Ásvallalaug og voru tvær myndir sýndar. Þegar ljósmyndari Hafnfirðings, Eva Ágústa Aradóttir, mætti var verið að sýna myndina Víti í Vestmannaeyjum. Einnig voru matarvagnar við íþróttahús Hauka og voru ekki einungis bíógestir mættir í götubita.