Óvíst er um líðan þriggja sem voru í bíl sem fór í sjóinn við Óseyrarbryggju seint á níunda tímanum í kvöld. Kafarar björguðu tveimur út úr bílnum og þeim þriðja þegar slökkvilið og lögregla kom á vettvang. Þremenningarnir voru fluttir á slysadeild en lögregla verst allra fregna af líðan þeirra og hvað olli slysinu.

Samkvæmt hemildum Hafnfirðings náðist atvikið á upptöku á eftirlitsmyndavélum sem eru víða á svæðinu við Flensborgarhöfn og verða þær skoðaðar nánar af lögreglu.

Hópur fjölmiðlafólks og fleira fólks var staddur á bryggjunni við smábátahöfnina, en á ellefta tímanum vísaði lögregla öllum í burtu þaðan. Ekki var búið að ná bílnum úr sjónum þegar fréttamaður Hafnfirðings yfirgaf svæðið.

Olga Björt Þórðardóttir tók meðfylgjandi myndir á vettvangi.