Borðtennisdeild BH varð um helgina Íslandsmeistari félagsliða í borðtennis í karlaflokki. Sigurinn er í meira lagi merkilegur en þetta er í fyrsta skipti sem BH fagnar þessum titli. Þá rauf BH 40 ára einokun Víkings og KR sem hafa verið með mikla yfirburði í borðtennis á Íslandi.
Sigurlið BH var skipað Magnúsi Gauta Úlfarssyni, Birgi Ívarssyni og bræðrunum Pétri Marteini og Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassonum. Þjálfari liðsins er Tómas Shelton.
Fögnuður BH-manna var að vonum innilegur þegar sigurstigið kom í hús og það má sjá nýju Íslandsmeistarana fagna titlinum í skemmtilegu myndbandi sem BH birti á Facebook.
Til hamingju BH!
Mynd: Borðtennisdeild BH