Íbúar í Setberginu hér í bæ tóku sig til, að erlendri fyrirmynd, og settu bangsa og önnur tuskudýr út í glugga til þess börn geti komið augu á þessar mjúku og nauðsynlegu verur í gluggum í gönguferðum sínum.

Færsla var skrifuð í íbúasíðuna Íbúar í Setbergi Hafnarfirði í gær þar sem hvatt var til þess að fara út í þessar aðgerðir til að búa til hvata fyrir börn og foreldra til að fara í göngu saman. Foreldrar eru iðnir við að brydda upp á nýjungum í afþreyingu í samkomubanninu og þá verða til margar góðar hugmyndir.

Við hvetjum lesendur til að merkja Hafnfirðing í slíkum hugmyndum eða senda okkur myndir í ritstjorn@hafnfirdingur.is eða í gegnum Facebook.

Hér eru bangsamyndir og reyndar myndir af fleiri kunnuglegum hetjum: