Þrír piltar voru í bílnum sem fór í sjóinn við Óseyrarbryggju í gærkvöldi. Tveir þeirra voru fluttir á gjörgæsludeild Landspítalans og er ástand þeirra alvarlegt, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Þriðji pilturinn var lagður inn á aðra deild og er líðan hans eftir atvikum. RÚV greinir frá.
Áfallateymi Hafnarfjarðarbæjar hefur verið virkjað vegna slyssins í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Sjálfboðaliðar þess veita fólki, bæði aðstandendum og öðrum, sálrænan stuðning. Nánari upplýsingar er hægt að fá í Hjálparsíma Rauða krossins 1717.
Bænastund verður í Hafnarfjarðarkirkju í dag og verður áfallateymi Rauða krossins þar. Kirkjan verður opnuð klukkan fjögur og bænastundin hefst klukkan fimm.
Forsíðumynd/OBÞ
