Aron Ísak Jakobsson og Matthías Davíð Matthíasson ætla að setja upp leiksýninguna Unglingurinn 31. maí næstkomandi. Sýningin fjallar um tvo unglinga sem að fjalla um hvað það er erfitt að vera unglingur, hvað það er erfitt að vakna snemma, samskipti við hitt kynið, foreldra og kennara.

„Þessi sýning hefur verið sett upp árið 2013 í Gaflaraleikhúsinu og þar léku þeir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson þessa sýningu og skrifuðu hana, en við gerum þessa sýningu á aðeins öðruvísi hátt, ný djók, nýar senur og gerum þetta svo aðeins meira 2019 með hjálp Arnórs og Óla,“ segir Matthías. Undirbúningurinn við þessa hefur að sögn Matthíasar verið mikill en gengur frábærlega. „Við erum komnir með búninga, leikmynd og hjálp frá fagmönnum. Okkur báða langar að halda áfram að leika, setja upp sýningu eða jafnvel skrifa eitthverja sýningu sjálfir.“

Þetta er fyrsta sýninginn sem að Aron hefur leikið í á sviði en Matthías hefur bæði leikið á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Báðir eru þeir rmjög spenntir fyrir sýningunni og mæla með því að allir unglingar sjá hana og allir aðrir sem að vilja kynnast þeim félögum.

Miðasalan er í fullum gangi núna á Tix.is.