Hafnfirski sundgarpurinn Anton Sveinn McKee bætti í dag eigið Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi á ISL mótaröðinni í Búdapest í Ungverjalandi. Hann synti á 2.01.65. Einungis eru 9 dagar síðan hann bætti eigið Íslands- og Norðurlandamet sem var 2.01.73.

Anton er í sannkölluðu hörkuformi í Búdapest, því auk þess að bæta eigið Íslands- og Norðurlandamet í 100 metra bringusundi á dögunum, setti hann einnig Íslands- og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi. Anton varð annar í sundinu á eftir Þjóðverjanum Marco Koch, en hann synti á tímanum 2:00:58.

Mynd/OBÞ Anton Sveinn þegar hann tók við viðurkenningu sem Íþróttakarl Hafnarfjarðar í blálok síðasta árs.