Annar piltanna tveggja, sem voru fluttir á gjörgæsludeild eftir slys í við Óseyrarbryggju 17. janúar, er kominn heim eftir dvöl á Landspítala. Fréttablaðið greinir frá.

Piltarnir voru, ásamt þeim þriðja, í bíl sem fór út af Óseyrarbryggju. Einn piltur komst út af sjálfsdáðum og var lagður inn á almenna deild en hinir tveir sem dvalið höfðu báðir á gjörgæslu höfðu verið töluverðan tíma í sjónum þegar kafarasveit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bjargaði þeim út úr bílnum.

Mynd/OBÞ