Annar piltanna sem verið hafa á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að þeir lentu í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar sl. hefur verið fluttur á almenna deild. Hinn pilturinn liggur enn á gjörgæslu. RÚV greindi frá.

Frá vettvangi slyssins 17. janúar. Mynd/OBÞ

Piltarnir voru, ásamt þeim þriðja, í bíl sem fór út af Óseyrarbryggju. Einn piltur komst út af sjálfsdáðum og var lagður inn á almenna deild en þeir sem hafa dvalið á gjörgæslu höfðu verið töluverðan tíma í sjónum þegar kafarasveit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bjargaði þeim út úr bílnum.

Svæðið þar sem bíllinn fór í sjóinn. Þar er til staðar kranabúnaður sem vettvangsaðilar gátu notast við. Mynd/OBÞ

Lögregla rannsakar enn tildrög slyssins og hefur notast við öryggismyndavélar sem eru á svæðinu.

Öryggismyndavélar á svæðinu við höfnina í Hafnarfirði. Myndir/OBÞ