Í gegnum árin hefur 10. bekkur í Víðistaðaskóla sett upp söngleiki að vori og fer allur ágóði í ferðasjóð fyrir vorferð. Í ár setti árgangurinn upp söngleikinn Annie og tóku allir nemendur 10. bekkjar þátt í uppsetningunni með virkilega faglegu og fallegu framlagi í formi leiklitar, tónlistar, búningahönnunar, förðunar, lýsingar og hljóðs svo fátt eitt sé nefnt. Leikstjóri var Gunnella Hólmarsdóttir, söngþjálfi Jóhanna Ómarsdóttir og hljómsveitastjóri var Andrés Þór Þórðarson.

Eva Ágústa Aradóttir, ljósmyndari Hafnfirðings, kíkti við á frumsýningu og smellti af þessum skemmtilegu myndum.