Umferð var hleypt á allar fjórar akreinar Reykja­nes­brautar í dag og er framkvæmdum við tvöföldun hennar þar með að mestu lokið. Þær hófust í maí í fyrra. Mbl.is greinir frá og vitnar í vef Vegagerðarinnar, en þar segir að framkvæmd þessi sé merkileg vegna þess að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins auk þess sem gert sé ráð fyr­ir legu Borg­ar­lín­unn­ar und­ir Reykja­nes­braut­ina við Strand­götu í framtíðinni.

Verktaki tvöföldunarinnar var ÍSTAK en Mann­vit sá um eft­ir­lit. Ver­káætlan­ir stóðust og hef­ur saman sem eng­in töf orðið á, eins og fjallað var um í Hafnfirðingi fyrir skömmu. Um er að ræða 3,2 km kafla frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi.

Mynd/Guðmundur Fylkisson