Umferð var hleypt á allar fjórar akreinar Reykjanesbrautar í dag og er framkvæmdum við tvöföldun hennar þar með að mestu lokið. Þær hófust í maí í fyrra. Mbl.is greinir frá og vitnar í vef Vegagerðarinnar, en þar segir að framkvæmd þessi sé merkileg vegna þess að þessi vegkafli er sá fyrsti sem klárast af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert sé ráð fyrir legu Borgarlínunnar undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni.
Verktaki tvöföldunarinnar var ÍSTAK en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætlanir stóðust og hefur saman sem engin töf orðið á, eins og fjallað var um í Hafnfirðingi fyrir skömmu. Um er að ræða 3,2 km kafla frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi.
Mynd/Guðmundur Fylkisson