Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar. Aldís þekkir vel til safnastarfa sem sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Hún hefur víðtæka reynslu og þekkingu á listasögu og myndlist. Aldís er með MA próf í listfræði frá Háskóla Íslands og BA prófi í listfræði og menningarfræði frá sama skóla. Aldís hefur störf hjá Hafnarborg þann 1. maí nk.

Mynd af Hafnarborg/OBÞ
Mynd af Aldísi aðsend frá Hafnarfjarðarbæ.