Lagt er til í skýrslu Capacent um þjónustuveitingu Hafnarfjarðarbæjar að gerðar verði breytingar á skipulagi sem stuðla að því að bæta og þróa þjónustuna, með það að markmiði að leysa sem flest mál í fyrstu snertingu með stafrænum hætti eða í þjónustuveri. Bæjarráð ákvað á fundi sínum í morgun að vísa tillögum að fyrstu skrefum í þessu umbótaferli áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi í síðasta lagi 1. september.
Síðastliðið haust var ákveðið að ráðast í skoðun á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar og leita leiða til að efla hana og bæta. Fyrir lágu vísbendingar um að margt mætti betur fara, til dæmis væri erindum, fyrirspurnum og ábendingum er bærust frá bæjarbúum ekki sinnt sem skyldi. Þá voru vísbendingar um að þetta mætti, að minnsta kosti að hluta, rekja til þess að álag á fagsviðum væri meira en þau næðu að sinna. Bæjarráð samþykkti í september 2018 að ganga til samninga við Capacent um úttekt á stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar þar sem horft yrði sérstaklega til þess hvernig auka megi þjónustu og skilvirkni í rekstri og starfsemi sveitarfélagsins með hagnýtingu upplýsingatækni, skýrari verkferlum og öflugu starfsumhverfi.
Sjá tilkynningu í heild í fylgiskjali.
Hægt er að nálgast skýrslu Capacent hér.