Afkomendur Eyjólfs Einarssonar afhentu Byggðasafni Hafnarfjarðar til eignar trilluna „Helga Nikk“ á sjómannadaginn. Björn Pétursson bæjarminjavörður tók við við trillunni fyrir hönd byggðasafnsins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af því tilefni. Á annarri er formleg viðtaka og á forsíðumyndir eru afkomendur Helga Nikk frá vinstri til hægri: Steinun Harpa Einarsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Guðmundur Þórðarson, Jóhannes Stephensen, Fríða Eyjólfsdóttir, Elín Þóra Ágústsdóttir, Hulda Kristín Guðmundsdóttir, Gunnar Jökull Jónssson, Thelma Guðmundsdóttir, Krístín Lóa Stephensen, Guðmundur Óli Stephensen, Kári Fannar Jónsson og Jón Gunnarsson.
Myndarleg frásögn af sögu Helga Nikk birtist í Fjarðarfréttum 10. júní sl.
Við biðjumst velvirðingar á því að einhverjir hnökrar urðu í umbroti á prentuðu eintökum af Hafnfirðingi og ekki birtust öll nöfnin þar.
