Frá og með deginum í dag munu ærslabelgir á Víðistaðatúni og á Óla Run túni vera loftlausir og þannig lagðir í vetrardvalann. Til stóð að halda lofti í belgnum allt fram að frostatíð, en í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða, öryggisins vegna og þess að skemmd er komin í belg á Víðistaðatúni ,þá hefur verið ákveðið að tæma belgina og undirbúa þá fyrir veturinn.
Ærslabelgirnir hafa notið mikilla vinsælda í sumar og verið vinsæll samkomustaður fjölskyldna, barna og ungmenna. Um leið og vora tekur að nýju verður loft sett að nýju í belgina. Þar til þá eru hafnfirskar fjölskyldur, ungmenni og börn hvött til að nýta aðra möguleika til útivistar, samveru og skemmtunar, enda af nógu að taka.
Mynd/OBÞ