Alexandra Hafsteinsdóttir var dúx Flensborgarskólans við útskriftina 18. desember sl. Hún er afar skipulögð og bæði stundar og þjálfar íþróttir. Hún stefnir á jarðfræðinám í háskóla í haust. 

Alexandra útskrifaðist af raunvísindabraut og segist hafa valið þá braut vegna þess að hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á vísindum og þá sérstaklega störnufræði. Spurð um styrkleika sína segir hún að í námi byggist þeir hversu auðveldlega hún á með að skilja námsefnið. „Það veldur einnig því að ég á einnig auðvelt með að muna það. Ég er ekki mikið fyrir að leggja hlutina bara á minnið og get ekki haldið einbeitingu við páfagaukalærdóm. Styrkleikar mínir utan náms liggja í því hvað ég er góð í að skipuleggja mig þannig að ég get gert allt sem ég þarf að gera eins vel og hægt er, en ég æfi mjög mikið, er að þjálfa og er í hlutastarfi, þannig að ég þarf að skipuleggja mig vel til að allt gangi upp.“

Alexandra ásamt Magnúsi Þorkelssyni skólastjóra Flensborgar. Mynd/aðsend

Rannsóknarvinna og kennsla heilla í framtíðinni

Alexandra ætlar að vinna frá áramótum og fram að hausti en í sumar mun hún heimsækja vini sína í Kanada, en þar bjó hún í eitt ár þegar hún var 17 ára. Í haust ætlar hún svo í háskóla hérna heima og þá helst jarðfræðinám, en það er næsti bær við störnufræði. „Ísland er líka fullkominn staður til að læra jarðfræði. Ég gæti vel hugsað mér að vinna rannsóknarvinnu í framtíðinni, en ég gæti einnig hugsað mér að kenna.“

Yngstu stelpurnar sem Alexandra þjálfra hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Mynd/aðsend

Hennar helstu áhugamál utan námsins er íshokkí, það hefur hún æft síðan hún var tíu ára. „Ég næ mjög vel að sinna því áhugamáli, í rauninni skipulegg ég námið mitt og allt annað sem ég tek mér fyrir hendur í kringum hokkíið, en ekki öfugt. Ég æfi með 2. fl karla, meistaraflokki kvenna og kvennalandsliðinu, ásamt því að þjálfa alla yngri flokka í félaginu mínu, SR. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“

Uppáhalds tilvitinun Alexöndru er “It does not do to dwell on dreams and forget to live” – Albus Dumbledore

Liðið sem Alexandra spilaði fyrir í Kanada, Kimberley Nirto Xpress. Mynd/aðsend