Hin árlegu hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar verða afhent, með óvenjulegum hætti vegna sóttvarnaráðstafana, 25. febrúar næstkomandi. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki, félagi eða einstaklingi sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Litið er á verðlaunin sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi. Frestur til að tilnefna rennur út á sunnudagskvöld og 100 aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar geta tilnefnt með því að smella hér og það má tilnefna fyrirtæki, félög eða einstaklinga sem ekki eru með aðild að markaðsstofunni.

Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2016 og eru orðin fastur liður í fjölbreyttu menningarlífi Hafnfirðinga. Það eru aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar sem tilnefna fyrirtæki, félag eða einstakling til hvatningarverðlaunanna.

Verðlaunahafar undanfarinna ára:

2019

VON Mathús&bar
Fjarðarkaup, St. Jó lífsgæðasetur og Þorgeir Haraldsson fengu einnig viðurkenningu

2018

KRYDD veitingahús
NÚ framsýn menntun, Karel Karelsson og TRU Flight Training Iceland fengu einnig viðurkenningu

2017

Bæjarbíó
Dyr ehf og Dalakofinn fengu einnig viðurkenningu

2016

Íshús Hafnarfjarðar
Annríki – Þjóðbúningar og skart og VON mathús&bar fengu einnig viðurkenningu

Mynd/viðurkenningarhafar fyrir árið 2019. Myndina tók ÓMS: