Heima hátíðin sem fram fór á síðasta degi vetrar tókst að sögn aðstandenda einstaklega vel. 500 miðar seldust upp og gestir gengu glaðir og sönglandi á milli nokkurra heimila í miðbæ Hafnarfjarðar til að hlusta á okkar fremsta tónlistarfólk spila inni í íslenskum stofum. Þessi hátíð er sannarlega búin að festa sig í sessi sem ein allra vinsælasta hátíðin í bænum. Hljómsveitin Á móti sól hélt svo uppi stuðinu í Bæjarbíói. 

Meðfylgjandi myndir af einstakri stemningu tóku Bergdís Norðdahl og Olga Björt Þórðardóttir.