Þjóðhátíðardagur Íslendinga var haldinn hátíðlegur í dag um allt land og með breyttu sniði vegna tilmæla almannavarna. Í stað formlegrar dagskrár í Hafnarfirði, sem vanalega hefði laðað að tugþúsundir á ferkílómeters svæði í miðbænum, nutu prúðbúnir Hafnfirðingar og gestir eindæma veðurblíðu og „pop-up“ viðburða víða um bæjarlandið. Ritstjórinn Olga Björt náði nokkrum augnablikum á meðfylgjandi myndum.
Ísbíllin ók um flestar götur og gaf börnum ís. Skátarnir flögguðu 100 fánum um allan bæ snemma um morguninn. Forgangsaksturs-bifreiðar í hátíðarbúningi óku um bæinn og vöktu mikla athygli. Þessi glæsilegi „eldri borgari“ bifreiðanna var við Strandgötu.Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék á nokkrum stöðum, m.a. við Hafnarborg. Gangandi vegfarendur og ein fljúgandi vegfar„önd“. Geislandi og prúðbúin kona. Flott fjölskylda. Garnbúð Eddu efndi til „handverkshátíðar.“Mathiesen torg aldeilis búið að stimpla sig inn sem góður samverustaður. Mynd/ÁBGÞótt engin Austurgötuhátíð væri í ár, gekk fólk þar um af gömlum vana, enda afar falleg gata. Halldór Árni Sveinsson myndaði um allan bæ eins og undanfarna áratugi. Þarna var band á vegum Fríkirkjunnar að hita upp.Séra Einar Eyjólfsson stoltur fyrir framan kirkjuna sína. Vinirnir séra Einar og Sigurður Brynjólfsson, hinn eini sanni. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, Bergrún Íris Sævarsdóttir, efndi til útgáfupartýs í garðinum sínum við Herjólfsgötu. Þemað var snjó og skíðabúnaður í anda nýjustu bókar hennar, Kennarinn sem hvarf sporlaust. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mætti. Mynd aðsend. Litríkur götulistahópur varð á vegi ljósmyndara. Mesta skjólið var í Hellisgerði. Þar var Litla Álfabúðin opin. Gaman að róla. Krakkarnir biðu eftir Rauðhettu og úlfinum en svo komu bara hress svín. Fjöldi manns var á Óla Run túninu. Og á Víðistaðatúni gæddu gestir sér á fjölbreyttum veitingum hjá Reykjavík Streetfood. Löng bílaröð að Hvaleyrarvatni. Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta og kona hans, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir. Þau voru vöknuð fyrir allar aldir til að flagga um allan bæ með skátunum. Fullorðins-busl. Busl yngri kynslóðar. Íþróttaálfurinn og Solla stirða vöktu lukku eins og þeim er lagið. Ótrúlega sterkir krakkar voru þarna mættir. Einbeittur ungur maður í traustu fangi mömmu Tinnu (sem sá um undirbúning hátíðarinnar í ár). Fólk kom sér bara vel fyrir umhverfis Hvaleyrarvatn og grillaði. Maja býfluga var önnum kafin við að „fíflast“ í Hellisgerði og lét ljósmyndara ekki trufla sig.