Í kvöld mættu gestir númer 40.000, 40.001 og 40.002 á veitingastaðinn RIF í verslunarmiðstöðinni Firði. Þríeykið var á leiðinni á tónleika og að koma á RIF í fyrsta sinn. Veitingamaðurinn Ævar Olsen færði þeim blómvönd og fría málsverði sem viðurkenningu.

Um var að ræða Sandgerðinga sem þó hafa búið í Reykjanesbæ í 20 ár, þau Sigurð Þ. Sigurbjörnsson, Sæunni Geirsdóttir og Guðrúnu Geirsdóttir. Þau voru á leið á tónleikana Bestu lög Eagles í Salnum í Kópavogi og voru að koma á RIF í fyrsta sinn. „Við ákváðum að koma hingað og fá okkur að borða áður. Við ætluðum að koma hingað um daginn þegar við fórum á tónleika í Bæjarbíó, en þá var allt fullt. Við fórum bara á KRYDD í staðinn, hann er sko alls ekki síðri,“ sögðu þau í samtali við Hafnfirðing.

Þríeykið hafði orð á því að þjónustan væri alveg einstök. „Við könnumst vel við hann Ævar að sunnan [hann er úr Njarðvík] og hann er svo dásamlegur og gengur á milli borða og er annt um að okkur líði sem best og að við séum ánægð. Það er alveg bókað að við munum koma aftur!“

Veitingastaðurinn RIF var opnaður í júlí í fyrra.

Ævar af hendir gestunum blómvöndinn. Þau urðu alsæl og þetta kom þeim skemmtilega á óvart. Frá vinstri; Sigurður, Sæunn, Guðrún og Ævar.

Myndir/OBÞ