Ás fasteignasölu ættu flestir bæjarbúar að kannast við en hún var stofnuð árið 1988 og hefur verið starfrækt í Hafnarfirði síðan. Stofan hefur alla tíð verið í góðum höndum og skartað framúrskarandi starfsfólki. Hún er nú rekin af feðgunum Eiríki Svani Sigfússyni og Aroni Frey Eiríkssyni sem báðir hafa starfað hjá fyrirtækinu til fjölda ára. Við kíktum á feðgana. 

Sex manns starfa hjá Ás í dag en segja má að stofan sé rótgróin fasteignasala sem þó notar nýtískulegar leiðir í auglýsingu eigna með tilkomu samfélagsmiðla og nýrrar tækni, sem dæmi má nefna þrívíddarmyndatöku sem er alltaf að verða vinsælli og vinsælli.

Feðgarnir segja aðspurðir að sala á húsnæði hafi verið ljómandi fín í ár og í raun í langan tíma. Það sé þó fyrst og fremst vegna þess að fleiri sitji um hverja eign hér í bæ en í nágrannasveitarfélögum vegna minna framboðs. Samkvæmt Húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir að 4.950 íbúðir verði byggðar til ársins 2030, ef tekin eru með í reikninginn bæði ný hverfi og þétting byggðar.

Eskivellir 11. Myndir aðsendar.

Óvenju margar auglýstar íbúðir

Skortur hefur verið á nýjum lóðum í Hafnarfirði og því minna verið um nýbyggingar í bænum heldur en í mörgum nágranna sveitarfélögunum. Sú staða er þó að breytast í dag og ný sérbýli og fjölbýli komin langt á veg í byggingu á Völlunum og í Skarðshlíðinni. Má þar nefna 4ra íbúða raðhús við Drangsskarð 10 og fleiri fjölbýli og sérbýli í Skarðshlíðinni sem væntanleg eru í sölu þegar líður á næsta ár. Á Völlunum voru að koma í sölu 39 nýjar íbúðir við Eskivelli 11. „Þær kosta á bilinu 42 – 45 milljónir og eru mjög hentugar íbúðir fyrir aðila sem eru kaupa sína fyrstu íbúð eða minnka við sig. Þetta er sex hæða lyftufjölbýli með vel skipulögðum íbúðum sem margar hverjar hafa mjög gott útsýni. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslun, enn styttra verður í verslun þegar Krónan verður klár rétt hinu megin við götuna.“ segir Aron Freyr. 

Teikningar af Drengsskarði 10 í Skarðshlíð. Myndir aðsendar.

Veðursæld og gott útsýni í Skarðshlíð Sala nýrra íbúða við Drangsskarð 10 í Skarðshlíð fer vel af stað. Ljóst er á áhuganum að margir eru að horfa í þetta nýja hverfi en sala nýrra íbúða í Hafnarfirði hefur almennt gengið vel. „Þær nýbyggingar sem hafa farið í sölu í Hafnarfirði síðastliðin ár hafa selst hratt og ekki hefur náðst að auglýsa nema um einn til tvo þriðju af heildinni. Sala á íbúðunum spurðist út og fólk hafði fest sér íbúð áður en hægt var að koma íbúðinni í auglýsingu. Núna í fyrsta skipti í langan tíma eru að koma þetta margar nýjar íbúðir í auglýsingu en þeim fer strax fækkandi þar sem þegar eru nokkrar íbúðir seldar í þessum nýju húsum. Það er frábært að framboðið sé að aukast á eðlilegum hraða í dag svo þetta lofar allt mjög góðu og við erum bjartsýn,“ segja feðgarnir að endingu.

Þessi umfjöllun er kynning.