62 nemendur og fjórtán starfsmenn Öldutúnsskóla eru komnir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum. Smitin komu í ljós í gærkvöldi.

Valdimar Víðisson skólastjóri tilkynnti um smitin á sameiginlegri síðu starfsfólks skólans fyrr í dag. Um er að ræða börn í þremur bekkjum, 2., 3. og 5. bekk, í tveimur sóttvarnahólfum skólans.

Valdimar hefur unnið með smitrakningarteyminu og smitrakningu innan skólans er lokið. Búið er að hafa samband við alla þá starfsmenn sem þurfa að fara í sóttkví vegna þessa.

Mynd/Hafnarfjarðarbær